Börnum er eðlilegt að skapa. Til að viðhalda sköpunargáfu þeirra og þroska hana er gagnlegt að kynna þau fyrir aðferðum listamanna (úr öllum listgreinum) sem hafa atvinnu af því að skapa. Verkefnið "List fyrir alla" , sem stofnað er á grundvelli menningarstefnu Alþingis (2013), hefur þetta að markmiði og er sannarlega skref í rétta átt. En það er ekki síður mikilvægt að grunnskólum sé gert það kleift að ráða til sín listamenn og listmenntað fólk til að breikka grundvöll skólastarfsins.
Í listum er hugmyndaauðgi og sjálfstæð hugmyndasköpun mikilvægust. Það verður hvergi numnið betur en í myndlist eða hreyfilistum.
Í grunninn erum við öll gædd sköpunargáfu, en við notum hana með ólíkum hætti. Flestar starfsgreinar krefjast skapandi nálgunar, en þó nálgast fólk verkefni sín út frá faglegum grunni þeirrar greinar sem um ræðir. Þannig nálgast húsgagnasmiðir sín verk með öðrum hætti en klæðskerar, þó báðir séu skapandi hvor á sinn hátt. Þannig auðgar það skapandi skólastarf að börn kynnist aðferðafræði listamanna úr ólíkum listgreinum, slíkt bætir við það skapandi starf sem kennarar annast.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation