Ruslatunnur sem bjóða upp á að flokka rusl

Ruslatunnur sem bjóða upp á að flokka rusl

Það vantar fleiri rusladalla í hverfið (í öll hverfi Reykjavíkur) sem myndu flokka almennt sorp, flöskur og dósir, plast, pappa og lífrænan úrgang frá hvoru öðru.

Points

Það þarf að leggja meiri metnað í umhverfismál Reykjavíkur. Þessir litlu rusladallar sem finnast víða um borgina fyllast gjarnan af óflokkuðu sorpi, verða jafnvel yfirfullir á sumrin þegar ferðamannafjöldinn nær hámarki og það gerir umhverfið oft mjög ósmekklegt. Flokkunartunnur myndu stuðla að hreinna og betra umhverfi!

Væri ekki tilvalið að bjóða íþróttafélögum uppá fjáröflun með því að tína rusl í sínum hverfum. Ruslið sem kemur undan snjónum er útum allt, mest fast í kjarri og runnum. Mér finnst þetta verra en nokkru sinni. Borgarstarfsmenn munu varla komast yfir að tína allt þetta magn. Þess vegna væri gott að fá fleiri tunnur til farga öllu þessu rusli.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information