Alvöru körfubolta-leikvöllur með 6-8 körfum og góðu undirlagi. Þriðja árið í röð legg ég til þá hugmynd að fá alvöru Sport Court-körfuboltavöll með góðum körfum, undirlagi og lýsingu í Laugardalinn líkt og er að finna td. í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Garðabæ en þessir vellir hafa sannað sig á undanförnum árum. Körfuknattleikur er frábær fyrir börn og fullorðna til að leika sér og hægt að iðka einn eða með öðrum í hóp. Mikil gróska er í yngri flokkum Ármanns og um árabil komu margir víðsvegar að og léku á útikörfunum sem voru á Þróttarabílastæðinu. Nú er enginn alvöru völlur (eingöngu krakkakörfur við grunnskólana) til staðar og þar sem Laugardalurinn er miðstöð útiveru og íþrótta finnst mér að hér ætti að vera miðsvæðis góður og flottur völlur sem ég veit að yrði mikið notaður og myndi nýtast mjög mörgum. Því miður hefur hugmyndin, sem var sú vinsælasta fyrir tveimur árum, í öllum hverfum samanlagt, ekki náð kosningu í lokakosningu íbúa, en nú má reyna að nýju og sjá hvort það sé samstaða um að kjósa hana í gegn. Reykjavíkurborg hefur verðlagt verkefnið talsvert hátt sem mögulega hefur haft fælandi áhrif í kosningunni en ég skora á íbúa Laugardalsins að nýta árið í ár til að fá völlinn upp og þá er hann komin í gagnið um ókomin ár. Ég minni að lokum á að úr Laugarnesinu hafa komið margir af okkar bestu landsliðsleikmönnum Íslands síðustu ára og hófu þeir leik á körfur við einn af skólum hverfisins. Framtíðin er í ykkar höndum ... framtíðin er körfuboltavöllur í Laugardalinn!
Það er svo mikil þörf á svona körfuboltavelli í hverfið. Engin almennileg aðstaða til að stunda þessa vinsælu íþrótt í hverfinu.
Körfuknattleikur er frábær fyrir börn og fullorðna til að leika sér og hægt að iðka einn eða með öðrum í hóp. Mikil gróska er í yngri flokkum Ármanns og um árabil komu margir víðsvegar að og léku á útikörfunum sem voru á Þróttarabílastæðinu. Nú er enginn alvöru völlur (eingöngu krakkakörfur við grunnskólana) til staðar og þar sem Laugardalurinn er miðstöð útiveru og íþrótta í Laugardalnum ætti að vera flottur völlur sem yrði mikið notaður og myndi nýtast mjög mörgum.
Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina ,,Nýjan körfuboltavöll við Laugalækjarskóla''.
Já takk. Þetta er eitthvað sem þarf!!! Þú, ég og allir hinir viljum þetta.
Í Laugardalnum er mikil gróska í iðkun körfubolta. Fullt af flinkum og áhugasömum krökkum og nóg af plássi. Svona völlur ætti að smellpassa í íþróttaparadísina í Laugardal!
Ja takk það vantar svona!!
Miðað við fjöldann á fótboltavöllum og sparkvöllum er svo sannarlega þörf á einum flottum almennings körfuboltavelli með góðu undirlagi eins og hérna er lýst. Það má líka horfa til hvernig aðrar borgir eins og Kaupmannahöfn hafa útfært svona velli, t.d. Israels Plads við Nörreport/Kaupmannahöfn.
Laugardalurinn er útivistarsvæði sem hefur svo sannarlega pláss fyrir glæsilegan körfuboltavöll. Á góðviðrisdögum yrði þessi völlur pakkaður.
Við erum nýflutt í hverfið úr Njarðvík með einn körfuboltaóðann gaur sem varð fyrir svo miklum vonbrigðum bæði með inni- og úti aðstöðuna. Það er rosalega mikil gróska og áhugi á þessari íþrótt í hverfinu og því kominn tími á að innviðin fylgi eftir og viðunandi aðstaða sett upp fyrir þessa flottu krakka hérna.
Löngu tímabært! Og plís - ef þetta nær í kosningu, ekki kjósa ódýru framkvæmdirnar líka til að "klára peninginn". Því þá er bara ráðist í þær og sagt að körfuboltavöllur hafi ekki náð kosningu.
Löngu tímabært !
Það er mikil gróska í körfuknattleiksdeild Ármanns. Aðstaða til að spila körfubolta undandyra í Laugardalnum er ansi bágborin. Ekki er hægt að hafa æfingar eða bjóða upp á sumarnámskeið fyrir börn yfir sumartímann þar sem aðstaðan bíður ekki upp á slíkt. Svona völlur býður einmitt upp á að slíkt væri möguleiki. Börn, unglingar og fullorðnir þurfa tækifæri til að geta spilað körfubolta og því finnst mér þessi hugmynd vera frábær til þess að bæta ástandið.
Mjög góð hugmynd en hvar sér flutningsmaður fyrir sér að völlurinn verði? Mér finnst það skipta máli upp á það hvort ég kjósi hana eða ekki.
Körfuknattleikur er í mikilli sókn í Laugarneshverfi og afar bagalegt að börnin (og fullorðnir) geti ekki leikið sér á skikkanlegum velli utan æfingatíma. Mér finnst raunar svo sjálfsagt að settir verði upp körfuboltavellir í Laugardalinn að ég trúi því varla að við þurfum að kjósa um það þriðja árið í röð. Ef það er það sem til þarf, getur Rvkborg þá e.t.v. skoðað ódýrari útfærslu á hugmyndinni svo hún nái í gegn í næstu kosningu?
Enginn vafi að svona völlur mun slá í gegn og stuðla að skemmtilegri íþróttaiðkun. Ég man vel hér á 10. áratugnum þegar "street-ball" völlurinn var settur upp í Laugardalnum, hann dró að sér körfuboltaspilara frá öllum hverfum borgarinnar og á öllum aldri.
Þetta vantar alveg gífurlega í laugarnesið
Hildur og aðrir stuðningsaðilar, setti inn mynd (hér að ofan í valmynd undir "MYNDIR") með gögnum frá fyrri innsendingu sem RVK-borg vann fyrir kosninguna í fyrra. Mín hugmynd var að hafa hann bakvið brettagarðinn við Þróttarabílastæðið á grasinu þar. Fjarri
Það vantar aðstöðu fyrir börn og unglinga til að iðka körfubolta í Laugardalnum sem er góð íþrótt bæði fyrir sál og líkama. Slík aðstað myndi einnig bæta mannlífið í dalnum sem mér finnst oft á tíðum vera í daufara lagi.
Körfubolti nýtur mikilla vinsælda meðal krakka í hverfinu. Aðstaðan mætti vera mun betri. Ég kýs því með þessari tillögu þriðja árið í röð
Mikill áhugi í hverfinu og vantar klárlega meiri aðstöðu með nýtist einnig eldri krökkum og þau haldist við í íþróttinni. Þetta er líka íþrótt sem áhugi hjá táningum og unglingum og gott að fá sem afþreyingarmöguleika fyrir þennan aldur frá 13-20 sem vantar möguleika frekar en hitt
löngu kominn tími til að fá almennilegt körfuboltasvæði í hverfið :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation