Það vantar miklu fleiri ruslafötur við alla göngustíga í hverfinu og umhverfis Grafarvoginn. Mér þætt gott að setja svo sem eitt útilistaverk á ári umhverfis voginn. Þar gætu bæði myndlistamenn og nemendur í myndlist í grunnskólunum átt tillögur. Sett yrðu upp verk eftir myndlistamenn og hugsanlega eitthvað eftir hugmyndum nemenda eins og hefur verið gert á öðrum stöðum.
Það er mikilvægt að fegra umhverfið og þótt Grafarvogurinn sé í sjálfu sér fagur myndu listaverk njóta sín vel við göngustígana og auka á fegurð umhverfisins. Það er einnig mikilvægt að íbúar fái að umgangast listaverk á göngu sinni um voginn, bæði börn og fullorðnir. Um ruslatunnur er það að segja að svo virðist sem hundaeigendur hafi poka til að þrífa upp eftir hunda sína en ef engin ruslafata tekur á móti úrganginum, bætast plastpokar bara við úrganginn eins og er í dag
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Vantar ruslafötur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation