Eg vona að það verði búin til göngubrú yfir Miklubrautina vestast þar sem Rauðarárstígur er eða að Norðurmýrinni. Mögulega hægt að hafa göngubrú þar sem Mjóuhlíðin, Konukot og Miklabraut eru og þar yfir Miklubrautina. Þarna er endalaust verið að hlaupa yfir götuna. Krakkar og fullorðnir þar á ferð og einnig margir ferðamenn sem vita aldrei hvert á að fara. Margir stytta sér leið þarna á milli Hlíða og Norðumýrar. Of langt að fara aðrar leiðir þegar fólk er að flýta sér á milli hverfa, eða í bæinn eða úr bænum. Þetta er stórhættulegt og serstaklega þar sem bílar eru að koma úr vesturátt og krakkar á ferð. Mikið úr leið að fara undir brúna við Bústaðaveg og ekkert serstaklega skiljanleg leið fyrir marga sem hafa ekki gengið eða hjólað þar áður. Eg vona að þetta verði tekið til athugunar og hef heyrt marga tala um þetta sem búa í Hlíðunum.
Þarna er endalaust verið að hlaupa yfir götuna. Krakkar og fullorðnir þar á ferð og einnig margir ferðamenn sem vita aldrei hvert á að fara. Margir stytta sér leið þarna á milli Hlíða og Norðumýrar. Of langt að fara aðrar leiðir þegar fólk er að flýta sér á milli hverfa, eða í bæinn eða úr bænum. Þetta er stórhættulegt og serstaklega þar sem bílar eru að koma úr vesturátt og krakkar á ferð. Aukin lifsgæði fyrir hverfisbúa ef göngubrú og mikið öryggismál.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation