Betri hjálp við mig geðveikan
Mjög lítil eftirfylgni er við fólk oft á tíðum sem fer út af geðdeild. Því er boðið í viðtöl, en mjög auðvelt er að hafna þeim eða mæta ekki. Fólk sem "útskrifast" vill oft á tíðum líta á sig sem heilbrigt eftir dvölina, eða þá að það vill fara í felur og það er auðvelt án þeirrar eftirfylgni sem þyrftir að vera. 10 til 15 þúsund krónu kostar að fara á stofu til sálfræðings eða geðlæknis. Hefur sá hin sami og henti öllu sínu eða seldi það, fyrir sjálfsmorðtilraun efni á því?
Styð þig í baráttunni !!!! Bendi á ---- http://www.hugarafl.is/frettir/1136/
Þetta á meira við ríkisvaldið og þá Velferðarráðuneytið. Borgin kemur held ég bara takmarkað inn á þetta.
Þessi hugmynd á vel heima hér inni þar sem borgin er með þjónustumiðstöðvar í öllum hverfum og þar vinnur fagfólk. Ríkið (t.d. Landspítalinn) og borgin gætu unnið betur saman við útskrift af geðdeild, t.d. með Ráðgjöfinni heim. Markmið hennar er að veita faglega ráðgjöf og leiðbeiningar til einstaklinga með fötlun af margvíslegum toga sem hafa þörf fyrir aðstoð og stuðning til að takast á við ýmis verkefni daglegs lífs. Þjónustan getur bæði farið fram á heimili viðkomandi eða utan þess. http://www.akureyri.is/is/thjonusta/velferd-og-fjolskyldan/fatladir/radgjof-idjuthjalfa
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation