Búið sé til rafræn gátt (einhvers konar vefgátt, vefsíða, app eða sambærilegt) fyrir starfsstaði Reykjavíkurborgar (t.d. grunnskóla- og félagsmiðstöðvar) þar sem börn og ungmenni geta með einföldum hætti komið á framfæri hugmyndum og skoðunum varðandi starfsemina á viðkomandi stað. Það væri t.d. hægt að stofna lýðræðisráð sem vinnur úr því efni sem sent er inn eða þá að nemenda- og unglingaráð á viðkomandi stað gæti tekið að sér að vinna úr innsendum ábendingum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation